Háskóli Íslands

Alþjóðlegt samstarf

Rannsóknarhópurinn sem stendur að baki Heilsusögu Íslendinga er í traustu samstarfi við erlendar vísindastofnanir sem framkvæma nú svipaðar rannsóknir (Karolinska Institutet í Stokkhólmi og Harvard School of Public Health í Boston). Heilsusaga er þannig hluti af „Global Cohort Initiative“ sem er alþjóðleg samvinna nokkurra ferilrannsókna sem skipulagðar eru víðsvegar í heiminum. Slíkt alþjóðlegt samstarf er ómetanlegt fyrir undirbúning og starfsemi rannsóknarinnar. 

Hans-Olov Adami prófessor við Harvard School of Public Health er sérstakur ráðgjafi í verkefninu en hann á að baki reynslumikinn starfsferil sem snýr að framkvæmd slíkra rannsókna, þ.á.m. ferilrannsóknina Lifegene í Svíþjóð (N=500.000). 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is