Fyrir utan ótvíræðan vísindalegan ávinning og almannahag er helsti beini ávinningur rannsóknar fyrir þátttakendur fólginn í þeirri einstaklingsmiðuðu endurgjöf sem allir þátttakendur fá um heilsufar sitt. Hver þátttakandi fær persónulega endurgjöf um grunn heilsufarsvísa. Jafnframt verða öll heilsufarsleg gildi skráð niður á sérstakt heilsufarskort sem þátttakandi fær að taka með sér heim í lok skoðunar. Þeir sem eru fyrir ofan viðmiðunarmörk fá eftir atvikum heilsueflingarráð eða tilvísun til heilsugæslu eða sérfræðingsþjónustu