Háskóli Íslands

Blóðþrýstingur

 

Viðmiðunarmörk og ráðgjöf

 

≤ 120/80 mmHg

Grænt ljós - Kjörþrýstingur

Blóðþrýstingur þinn er innan eðlilegra marka

Mælt er með að þú haldir áfram heilbrigðum lifnaðarháttum og látir mæla blóðþrýsting þinn á ca 5 ára fresti.

˂ 135/85 mmHg

Grænt ljós - Eðlilegur blóðþrýstingur 

Blóðþrýstingur þinn er innan æskilegra marka 

Mælt er með að þú haldir áfram heilbrigðum lifnaðarháttum og látir mæla blóðþrýsting þinn á ca 5 ára fresti

135-139 / 85-89 mmHg

Gult ljós - Jaðarháþrýstingur

Blóðþrýstingur þinn er innan marka en vægt hækkaður, jaðarhækkun.

Mælt er með að þú fylgist reglulega með blóðþrýstingnum hjá heimilislækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni og stundir reglulega hreyfingu og bætir mataræði ef þarf.

≥ 140-160 / 90-95 mmHg

Rautt ljós - Háþrýstingur

Blóðþrýstingur þinn er yfir æskilegum viðmiðum .

Ef þú hefur ekki þegar gert viðeigandi ráðstafanir þá mælum við með að þú leitir ráðgjafa hjá heimlilislækni þínum. Mikilvægt ástundun reglulegrar hreyfingar og bætt mataræði.

 

Hvað er hægt að gera til að vinna gegn háþrýstingi/ heilablóðfalli:

 • Þyngdartap/léttast  – breyta mataræði, ekki svelti.
 • Reglubundin hreyfing.
 • Minnkuð saltneysla.
 • Takmörkun á áfengisneyslu.
 • Ástundun slökunar – minnka streituvalda.

Helstu áhættuþættir háþrýstings:

 • Erfðir
 • Kyn
 • Offita
 • Hreyfingarleysi
 • Reykingar
 • Of mikil saltneysla
 • Ofneysla áfengis 
 • Fyrri heilsufarsþættir

Annars eru orsakir óþekktar í 95% tilfella.  

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is