Háskóli Íslands

Fyrir vísindamenn

Gert er ráð fyrir víðtækri þátttöku vísindamanna við Háskóla Íslands og Krabbameinsfélags Íslands í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu rannsóknarinnar. Af hálfu Háskóla Íslands er Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði ábyrg fyrir undirbúningi og framvindu verkefnisins og af hálfu Krabbameinsfélagsins eru það Leitarstöðin og Krabbameinsskráin. Heilsusaga Íslendinga hefur jafnframt samstarf við Íslenska Erfðagreiningu um vistun lífsýna og framkvæmd erfðafræðirannsókna. 

Heilsusaga Íslendinga erer jafnframt hluti af Global Cohort Initiative sem er alþjóðleg samvinna nokkurra áþekkra ferilrannsókna sem skipulagðar eru víðsvegar í heiminum.

Vísindamenn sem hafa áhuga á samvinnu við rannsóknargrunn Heilsusögunar geta haft samband við aðalrannskanda:

Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor, unnurav@hi.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is