Háskóli Íslands

Heilsufarsskoðun

 

Heilsufarsþættir voru valdir til þess að auka þekkingu á samspili erfða, lífsstíls og streitu á heilsufar þjóðarinnar.  Reyndir hjúkrunarfræðingar munu framkvæma skoðanir og munu þeir gæta fyllsta trúnaðar varðandi rannsóknar niðurstöður.

Heilsufarsskoðun mun taka u.þ.b 20-30 mín og í kjölfar hennar munu þátttakendur fá ráðgjöf og tilvísanir til heimilislæknis eða sérfræðings, sé þess þörf.  Öllum þátttakendum mun verða heimilt að neita einstökum þáttum skoðunar, sé þess óskað getur þátttakandi einnig dregið þátttöku sýna alfarið til baka á hvaða tímapunkti sem er.   Heilsufarsskoðanir munu fara fram í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands við Skógarhlíð 8 strax í kjölfar krabbameinsskoðunar hjá konum en eftir hentugleika fyrir karlmenn.  Allar rannsóknarniðurstöður og sýni munu verða dulkóðuð til þess að tryggja öryggi einstaklingsins um persónuvernd. 

Heilsufarsþættir til skoðunar: 

  • Líkamsþyngdarstuðull  (BMI) –  þyngd/hæð²
  • Mittis  og mjaðmaummál (Waist-hip ratio = mjaðmamál / mittismál)
  • Blóðþrýstingur
  • Púls
  • Blóðsýnataka 
  • Hársýni - þar er mælt magn streituhormónsins kortisóls í hárinu (klipptir tveir mjög litlir lokkar úr hári fyrir neðan hnakkabeinið aftarlega á höfði)
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is