Háskóli Íslands

Mittis- og mjaðmaummál

Viðmiðunarmörk og ráðgjöf

 

Útreikningur mittis- og mjaðmahlutfalls:

Waist Hip ratio = (Mittismál / Mjaðmamál)

Grænt   Eðlilegt, halda áfram heilsusamlegum lifnaðarháttum.

Gult       Niðurstöður á jaðri, vera á varðbergi.  Ástundun reglulegrar hreyfingar og huga að réttu mataræði.

Blár       Vera á varðbergi fyrir aukinni þyngd, e.t.v. breyta lifnaðarháttum, hreyfing og bætt mataræði. Leita aðstoðar ef þarf.

Rautt     Leita hjálpar og breyta lifnaðarháttum.

Fita sem leggst framan á kvið er talin hættulegri fyrir hjarta- og æðakerfið en önnur fita.  Taka verður tillit til líkamsbyggingar hverju sinni t.d. ef lítill munur er á mittismálinu annars vegar og mjaðmaummálinu hins vegar þá skorar einstaklingurinn auðvitað hærra.  Af þessu gefnu er ekki alltaf hægt að álykta að einstaklingurinn sé með of mikla kviðfitu/innri fitu.

Mittismál getur verið gagnlegt bæði til að meta offitu og einnig til að fylgjast með hvernig gengur að grenna sig.

Hvernig geturðu spornað við auknu mittisummáli:

  • Borða 4-5x á dag í minni skömmtum
  • Borða vel af grænmeti og ávöxtum með mat
  • Sleppa hvítum sykri og einföldum kolvetnum
  • Sleppa sykruðum drykkjum
  • Regluleg hreyfing amk 30 mín á dag
  • Drekka vel af vatni

Þegar mæla á mittis- og mjaðmaummál er einfaldlega notast við málband og skiptir því gríðarlegu máli að rétt sé farið að og að sömu aðferðum sé fylgt eftir við hverja mælingu.  Taka þarf tillit til fjölda þátta þegar mæling er framkvæmd, til að mynda staðsetningu málbands, þéttleika  mælingar (stífni) og gerð málbands. Hér er stöðlun mælitækja og vinnubraga lykilatriði. 

Mittis- og mjaðmaummál hefur verið talin góð mæling til viðbótar við líkamsþyngdarstuðul.  Mittis- og mjaðmaummál hefur jákvæða fylgni við innri kviðfitu, þ.e.a.s með vaxandi ummáli hækkar jafnframt innri kviðfita því má segja að mælingin gefi góða vísbendingu um innri kviðfitu.  En hvers vegna er mikilvægt að mæla innri fitu?  Svarið við þessari spurningu er byggt á fjölda rannsókna sem hafa sýnt að innri fita er talsvert hættulegri heldur en önnur fita, því hún tengist óeðlilegum efnaskiptum (t.d. skertu sykurþoli og/eða hækkun á slæmum blóðfitum) sem svo auka líkur á sjúkdómum á borð við sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdóma. 

 

Heimildir:

Word health organization(2011). Waist circumference and Waist-Hip ratio. Report of WHO Expert Concultation.  Sótt af http://whqlibdoc.who.int/publications/2011/9789241501491_eng.pdf

Carmienke, S.,Freitag, M.H., Pischon, T.,Schlattmann, P.,Fankhaenel, T.,Goebel, H.,  Gensichen, J.(2013).General and abdominal obesity parameters and their combination in relation to mortality: a systematic review and meta-regression analysis.  European Journal of Clinical nutrition, 67, 573-585. 

 

Frekari fróðleikur um mittis- og mjaðmaummál

Reiknaðu út mittis- og mjaðmaummál þitt (waist to hip ratio).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is