Háskóli Íslands

Púls

Viðmiðunarmörk og ráðgjöf

Hjartsláttartíðni

  • Meðalhvíldarpúls 72 sl/min

Æskilegur hvíldarpúls

50 – 80 sl/min

Mælt er með að þú haldir áfram heilbrigðum lifnaðarháttum og látir mæla púlsinn þinn amk á 5 ára fresti.

Of lágur hvíldarpúls

≤ 49 sl/min

Mælt er með að þú hafir samband við heimilislækni eða annan heilbrigðisstarfsmann til frekari skoðunar.

Of hár hvíldarpúls

≥ 90 – 100 sl/min

Mælt er með að þú hafir samband við heimilislækni eða annan heilbrigðisstarfsmann til frekari skoðunar.

Óreglulegur hjartsláttur:  þá er mælt með því að þátttakandi leiti til læknis til frekari skoðunar.  

Hvað getur þú gert við háum púls eða fyrirbyggt háan púls:

  • Stunda þol- eða brennsluæfingar (hraða göngu, skokk, hlaup, sund)
  • Viðhalda þyngd innan skynsamlegra marka
  • Fyrirbyggja streituvaldandi aðstæður
  • Minnka koffínneyslu
  • Minnka sykurneyslu
  • Hætta að reykja
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is